Félagsfundur var haldinn í kvöld þar sem kynntur var nýundirritaður kjarasamningur milli LFÍ og Samninganefndar ríkisins, f.h. fjármálaráðherra. Vel var mætt á fundinn og við atkvæðagreiðslu í lok fundar var samningurinn samþykktur með öllum greiddum atkvæðum.

Á laugardagskvöldið 28. júní var undirritaður nýr kjarasamningur milli Lyfjafræðingafélags Íslands og Samninganefndar ríkissins.

Gildistími samningsins er til 31. mars 2009. Umsamin hækkun er annars vegar flöt hækkun upp á kr 20300 fyrir alla eins og hjá öðrum ríkisstarfsmönnum. Hins vegar kemur til viðbótar 2,2% hækkun á launatöflu. Heildarhækkun er nokkuð mismunandi, allt eftir því hver grunnlaun voru áður, en gera má ráð fyrir að meðalhækkun sé á bilinu 7-8%. Ávinningur lyfjafræðinga af þessum samningi og því að hafa tekið þátt í samfloti með BHM og fleiri félögum er 2,2% hækkun launatöflu.

Á þingi alþjóðasamtaka lyfjafræðinga (FIP), sem haldið var í Beijing í byrjun september var fjallað nokkuð um málefni sem er vaxandi áhyggjuefni Alþjóða-heilbrigðismálastofnunarinnar (WHO), lyfjaiðnaðarins, heilbrigðisstétta og stjórnvalda víða um heim. Málefni þetta er lyfjafalsanir, eða framleiðsla á „counterfeit medicines”, sem að sögn Jeffrey Gren frá Bandaríska viðskiptaráðuneytinu er nýjasta áhugamál þeirra sem fengist hafa við eiturlyfjaframleiðslu. Michael Anisfeld, frá bandaríska ráðgjafarfyrirtækinu Globepharm Consulting, tilgreindi nánar: rússnesku mafíunnar, kólumbískra „viðskiptajöfra” og hryðjuverkasamtaka eins og Hizbollah og Al-Quaeda.