1. grein.

Sjóðurinn heitir Vísindasjóður lyfjafræðinga.

2. grein.

Rekstur sjóðsins og úthlutun úr honum er í höndum Sjóðastjórnar Vísinda- og Fræðslusjóðs lyfjafræðinga.

3. grein.

Hlutverk sjóðsins er að styrkja vísinda- og rannsóknarstörf sem og sí- og endurmenntun lyfjafræðinga, sem eru félagar í LFÍ.

4. grein.

Tekjur sjóðsins eru:

  1. Árlegt framlag að ákvörðun aðalfundar hverju sinni.
  2. Gjafir og styrkir sem sjóðnum kunna að hlotnast.

5. grein.

Sjóðastjórn skal árlega auglýsa eftir umsóknum um styrki úr sjóðnum. Það fé sem ekki er úthlutað á árinu leggst við það fé sem kemur til úthlutunar á næsta ári. Sjóðastjórn er heimilt að úthluta öllu ráðstöfunarfé sjóðsins. Styrkþegar skulu birta greinargerð um verkefni í Tímariti um lyfjafræði. Í ársskýrslu skal gerð grein fyrir úthlutun úr sjóðnum.

6. grein.

Endurskoðaðir reikningar og fjárhagsáætlun skulu lögð fram á aðalfundi Lyfjafræðingafélags Íslands.

7. grein.

Um breytingar á reglugerð þessari fer á sama hátt og um lagabreytingar Lyfjafræðingafélags Íslands.

8. grein.

Reglugerð þessi var samþykkt á aukaaðalfundi Lyfjafræðingafélags Íslands 5. desember 1999 og öðlast gildi 1. janúar 2000.  Með breytingum samþykktum á aðalfundi Lyfjafræðingafélags Íslands 23. mars 2010 og breytingum samþykktum á aðalfundi félagsins 16. mars 2016.