Lyfjafræðingafélag Íslands
Hlutverk Lyfjafræðingafélags Íslands er að stuðla að heilbrigði og réttri lyfjanotkun og að stuðla að faglegu starfi alls staðar þar sem lyf koma við sögu. Hlutverk félagsins er einnig að efla þekkingu annarra heilbrigðisstétta og almennings á lyfjafræði og störfum lyfjafræðinga. Félagið sinnir þannig störfum bæði sem stéttar- og fagfélag.

Þekkir þú þín réttindi?
Kjarasamningar innihalda upplýsingar um lágmarkskjör Lyfjafræðinga. Kjarasamningar eru samningar milli stéttarfélaga og atvinnurekenda og samtaka þeirra um laun og starfskjör launafólks. Mikilvægt er að þekkja sína samninga og ef þig vantar aðstoð við að skilja samninga eða grunur sé á að verið sé að brjóta á þér gefst kostur á að hafa samband við LFÍ. Farið er með öll mál sem trúnaðarmál.

Næstu viðburðir félagsins
LFÍ leggur mikla áherslu á endurmenntun og viðburði þar sem lyfjafræðingar geta hist og borið saman bækur sínar. Lyfjafræðingafélag Íslands er eina stéttarfélagið sem sérsniðið er að lyfjafræðingum. Stuðningur og samstaða er gríðarlega mikilvæg og með því að taka þátt í viðburðum getur þú látið rödd þína heyrast og notið þess að hitta fleiri lyfjafræðinga.
Helst í fréttum
Hvað er að gerast í heimi lyfjafræðinga á Íslandi? Stjórn LFÍ leggur áherslu á gagnsæi og bætta upplýsingagjöf til sinna félagsmanna. Af þeim sökum birtast upplýsingar frá fundum sem nefndir halda utan um eða annarskonar viðburðum.