Tilkynningar
Vefsíða LFÍ
LFÍ er nú komin með nýja vefsíðu, hér verða áríðandi tilkynningar ef slíkt kemur upp.

LFÍ á Facebook

Föstudagspistill
Mánudagur, nóvember 09, 2020
Forlagið hefur gefið út bókina „Þættir úr sögu lyfjafræðinnar á Íslandi, frá 1760“ og er bókin 334 bls, full af fróðleik og skreytt fjölda mynda. Höfundur er Hilma Gunnarsdóttir. Bókin er samvinnuverkefni Lyfjafræðingafélags Íslands (LFÍ), Lyfjafræðideildar Háskóla Íslands (HÍ) og Lyfjafræðisafnsins. Vinna við bókina hófst árið 2007 og hefur ritnefnd bókarinnar lengst af verið skipuð þeim Unni Björgvinsdóttur og Kristínu Einarsdóttur lyfjafræðingum, en Anna Birna Almarsdóttir var fulltrúi HÍ í ritnefnd fyrstu árin. Kristín og Unnur sjást, ásamt Hilmu Gunnarsdóttur höfundi, á myndinni hér fyrir neðan taka við bókinni. Þann 5. nóvember 2020 fór síðan fram formleg afhending á bókinni á Lyfjafræðisafninu og tóku fyrir hönd samstarfsaðilanna við bókum þær Elín Soffía Ólafsdóttir deildarforseti Lyfjafræðideildar HÍ, Kristín Einarsdóttir formaður stjórnar Lyfjafræðisafnsins og Inga Lilý Gunnarsdóttir formaður LFÍ. Eins og sjá má voru sóttvarnarreglur vegna Covid-19 virtar á Lyfjafræðisafninu. Bókin fæst hjá Forlaginu og í helstu bókabúðum en félagsmenn í LFÍ geta keypt bókina á tilboðsverði.
Miðvikudagur, júlí 01, 2020
Norrænu lyfjafræðingafélögin, NFU (Nordiska Farmaceut Unionen), senda í dag 1. júlí 2020 frá sér sameiginlega yfirlýsingu varðandi evrópska samvinnu um rannsóknir og aðgengi að bóluefnum. Yfirlýsing NFU