Forlagið hefur gefið út bókina „Þættir úr sögu lyfjafræðinnar á Íslandi, frá 1760“ og er bókin 334 bls, full af fróðleik og skreytt fjölda mynda. Höfundur er Hilma Gunnarsdóttir.
Bókin fæst hjá Forlaginu og í helstu bókabúðum en félagsmenn í LFÍ geta keypt bókina á tilboðsverði.
Í frétt á heimasíðu Lyfjastofnunar 30. desember 2019 er vísað í kröfu Lyfjafræðingafélags Íslands en þann 21. nóvember 2019 sendi stjórn Lyfjafræðingafélags Íslands eftirfarandi yfirlýsingu til Lyfjastofnunar vegna mönnunar í apótekum á Íslandi:
Yfirlýsing frá stjórn LFÍ til Lyfjastofnunar vegna mönnunar í apótekum
Norrænu lyfjafræðingafélögin, NFU (Nordiska Farmaceut Unionen), senda í dag 1. júlí 2020 frá sér sameiginlega yfirlýsingu varðandi evrópska samvinnu um rannsóknir og aðgengi að bóluefnum.Yfirlýsing NFU
Stofnfundur Áhugahóps um apótekslyfjafræði í LFÍ var haldinn 27. nóvember 2019 í sal Lyfjafræðisafnsins.
Hlynur Torfi Traustason varaformaður LFÍ var fundarstjóri. Mættir voru 15 lyfjafræðingar sem jafnframt eru stofnfélagar hópsins.
Hugmyndin með stofnun áhugahópsins er að hann verði „suðupottur“ hugmynda um hvað má betur fara í starfi lyfjafræðinga í apótekum. Áhugahópur um apótekslyfjafræði getur jafnframt verið þrýstihópur varðandi málefni sem varða alla lyfjafræðinga sem starfa í apótekum og veitt ráðgjöf til stjórnar LFÍ varðandi atriði sem sérstaklega snúa að starfsviði apóteka.
Samþykktir áhugahóps um apótekslyfjafræði voru samþykktar á fundinum.
Stjórn áhugahóps um apótekslyfjafræði var kosin og er þannig skipuð:
Hlynur Torfi Traustason formaður,
Sigríður Pálína Arnardóttir ritari,
Margrét Birgisdóttir gjaldkeri,
Jóna Björk Elmarsdóttir varamaður.
Miklar umræður voru á fundinum varðandi störf lyfjafræðinga í apótekum, áskoranir og hvað mætti betur fara.
Allir félagar LFÍ geta verið meðlimir í áhugahópnum, sendið póst til This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it..
Heilbrigðisyfirvöld óska eftir liðsinni lyfjafræðinga í svokallaða bakvarðasveit heilbrigðisþjónustunnar.
Leitað er að fólki sem hefur aðstæður og er reiðubúið að koma tímabundið til starfa í heilbrigðisþjónustunni með skömmum fyrirvara, hvort heldur í fullt starf, hlutastarf eða í tímavinnu, eftir því sem aðstæður leyfa.
Fyrirsjáanlegt er að mikilvægar heilbrigðisstofnanir muni á næstunni þurfa að takast á við mönnunarvanda vegna COVID–19 veirunnar vegna veikindafjarvista eða fjarvista heilbrigðisstarfsfólks sem þarf að sitja tímabundið í sóttkví, líkt og þegar eru dæmi um. Með því að koma á fót bakvarðasveit eins og hér um ræðir, með lista yfir heilbrigðisstarfsfólk sem er reiðubúið til að hlaupa í skarðið ef á reynir, standa vonir til þess að heilbrigðisstofnanir geti mannað í stöður með hraði þegar á þarf að halda.
Hér er hægt að skrá sig í bakvarðasveit heilbrigðisþjónustunnar. Nánari upplýsingar um bakvarðasveitina má finna hér á heimasíðu heilbrigðisráðuneytisins
Margrét Birgisdóttir meðstjórnandi í Lyfjafræðingafélagi Íslands og lyfsali í Reykjavíkur apóteki segir mikilvægt að auðvelda fólki að fá undanþágulyf einkum þegar þau séu lífsnauðsynleg,
„Þegar hvorki lyf né skráð samheitalyf er til þarf að sækja um undanþágulyf sem er mun tímafrekara ferli fyrir sjúklinginn, lyfsala og lækninn og kallar á aukin fjárútlát. Það þarf að einfalda ferlið þannig að þegar um mikilvæg lyf er að ræða þurfi ekki að sækja um sérstakar undanþágur.
Hún segir að ferlið sem fer í gang þegar leitað sé að undanþágulyfi feli í sér að oft þurfi að kanna birgðastöðu annars staðar, hjálpa viðkomandi við að hafa samband við lækninn sinn og svo framvegis. Þetta kalli á að fleiri lyfjafræðingar séu á vakt í apótekum.
„Oft er bara einn á vakt og þá hefur hann kannski ekki mikið svigrúm til að aðstoða við þessi vandamál og því teljum við hjá Lyfjafræðingafélaginu að það eigi alltaf að vera tveir lyfjafræðingar á vakt,“ segir Margrét.