Lýst er eftir fólki sem gæti haft áhuga á að taka þátt í starfi hollvinahóps Urtagarðsins í Nesi og hjálpa til við umhirðu garðsins og stuðla að þróun hans. Hollvinahópurinn er félagslegur bakhjarl aðstandenda urtagarðsins. Vonast er eftir áhugasömu fólki úr Garðyrkjufélagi Íslands, Læknafélagi Íslands, Lyfjafræðingafélagi Íslands, íbúum Seltjarnarness og kennurum við skólana á Seltjarnarnesi og öðrum áhugasömum einstaklingum. Fyrirtæki geta gerst styrktaraðilar og áhugasamir starfsmenn þá verið meðlimir hollvinahópsins.

Framlag meðlima getur verið í formi:

  • sjálfboðavinnu við umhirðu garðsins,
  • framlags plantna til endurnýjunar og fjölgunar í plöntusafni hans,
  • fjárframlags eða öðru efnislegu framlagi til afmarkaðra verkefna
  • þátttöku í viðburðum á vegum Urtagarðsins eða tengdum honum
  • hugmynda og tillagna um eflingu og þróun garðsins

Stjórn Urtagarðsins í Nesi skipuleggur sjálfboðastarf og samræmir verk og verkaskiptingu eftir þörfum en hollvinir eru hvattir til að koma með tillögur um leiðir til að efla fræðslu og útbreiðsluhlutverka garðsins.

 

Dagur Urtagarðsins í Nesi er haldinn árlega og hollvinahópnum þá boðið til þátttöku.

Einnig  fer fram kynning á garðinum fyrir almenningi.

 

Áhugasamir félagar eru beðnir að gefa sig fram við skrifstofu Lyfjafræðingafélags Íslands, This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.  eða Lyfjafræðisafnið, This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it..