Í framhaldi af yfirlýsingu frá Lyfjafræðingafélagi Íslands (LFÍ) vegna fjölmiðlaumræðu um mistök við lyfjaafgreiðslu og mönnum apóteka.

 

Lyfjafræðingafélag Íslands (LFÍ) óskar eftir að koma eftirfarandi á framfæri vegna ályktunar sem félagið sendi á fjölmiðla þann 25. ágúst síðastliðinn.

 

Í ályktuninni er eftirfarandi ranglega sagt um hver veiti undanþágu frá ákvæði um fjölda lyfjafræðinga að störfum í apóteki á hverjum tíma:

Velferðarráðherra getur veitt apóteki undanþágu frá þessu ákvæði, að fenginni umsögn Lyfjastofnunar, sé umfang starfssemi lítið en þó skal gæta þess að fyllsta öryggis við afgreiðslu lyfseðla sé gætt. Lyfjastofnun hefur eftirlit með starfsemi lyfjabúða.

 

Hið rétta er að það er Lyfjastofnun sem veitir undanþáguna. LFÍ harmar þessi mistök og biður hlutaðeigandi stofnanir hér með afsökunar.

 

Tengiliðu:

Aðalheiður Pálmadóttir

Formaður Lyfjafræðingafélags Íslands

Gsm 824 9202