Lyfjafræðingafélag Íslands boðar til fundar - Þjóðfundar lyfjafræðinga - fimmtudaginn  20. maí næstkomandi frá kl. 17-21:45 að Neströð, Seltjarnarnesi.

Á fundinum gefst lyfjafræðingum kostur á að ræða forgangsröðun og framtíðarsýn í heilbrigðismálum, stöðu stéttarinnar og annað sem þeim liggur á hjarta. Stjórn LFÍ mun í framhaldinu kynna niðurstöður fundarins fyrir heilbrigðisyfirvöldum, stjórnmálamönnum og embættismönnum.

Fjölmennum þann 20. maí næstkomandi - þitt álit skiptir máli!

Vinsamlegast tilkynnið þátttöku á This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. sem fyrst og í síðasta lagi fyrir  12. maí

Stjórn LFÍ

Við lyfjafræðingar erum sérfræðingar um lyf og á okkar ábyrgð að sú þekking komist til skila til þeirra sem taka ákvarðanir um heilbrigðismál þjóðarinnar. Við þurfum að tryggja að okkar rödd heyrist.

Lyfjafræðingafélagið boðar því til fundar – Þjóðfundar lyfjafræðinga – fimmtudaginn  20. maí næstkomandi frá kl. 17-21:45 að Neströð. Á fundinum gefst lyfjafræðingum kostur á að ræða forgangsröðun og framtíðarsýn í heilbrigðismálum, stöðu stéttarinnar og annað sem þeim liggur á hjarta. Stjórn LFÍ mun í framhaldinu kynna niðurstöður fundarins fyrir heilbrigðisyfirvöldum, stjórnmálamönnum og embættismönnum. Það er ósk LFÍ að niðurstöður fundarins verði mikilvægt innlegg í ákvarðanatöku yfirvalda. Einnig vonast stjórn LFÍ til að niðurstöðurnar sem verða aðgengilegar öllum lyfjafræðingum á landinu, kalli fram áframhaldandi umræðu meðal lyfjafræðinga, umræðu sem miði að því að þróa heilbrigðisþjónustu á Íslandi áfram til heilla fyrir land og þjóð.

 

Hvað er Þjóðfundur?

Fundurinn er með allt öðru sniði og allt annars eðlis en hefðbundnir framsögufundir. Þessi fundur byggist á samtali, þar sem öll sjónarmið fá að njóta sín og öflug bakvinnsla heldur niðurstöðunum til haga. Unnið er í hópum sem stýrt er af svokölluðum lóðsum eða borðstjórum sem tryggja að allir komi sjónarmiðum sínum að. Þjóðfundurinn á að ná athyglinni af smáatriðum og skammtímalausnum og yfir á framtíðarsýn í lyfjamálum og málefnum séttarinnar. Horfa hærra og lengra og búa til raunverulega umræðu um framtíðina. Þetta snýst ekki endilega um að finna eitthvað nýtt, heldur ná samstöðu um það sem við vitum og viljum innst inni. Og að við komumst að því fyrir hvað við viljum standa. Til Þjóðfundar mætum við sem lyfjafræðingar og einstaklingar en ekki sem fulltrúar þeirra starfa sem við gegnum.

 

Fjölmennum þann 20. maí næstkomandi – þitt álit skiptir máli!