Á Degi lyfjafræðinnar þann 25. október var ný heimasíða Lyfjafræðingafélags Íslands kynnt fyrir félagsmönnum. Hin nýja heimasíða er mun betri í meðhöndlun fyrir umsjónarmenn síðunnar en sú gamla og verður vonandi að auki mun betri að öðru leyti. Uppbygging síðunnar er með svipuðu sniði og þeirrar gömlu en þar er þó að finna nokkrar nýjungar sem félagsmenn eru hvattir til að kynna sér.

Eins og áður eru tölublöð TUL að finna á lokuðu svæði en að auki hafa fleiri atriði verið sett undir lokuð svæði síðunnar eins og fundargerðir stjórnar, myndir af viðburðum LFÍ, kjarasamningar og fleira. Nýjung er að Föstudagspistill framkvæmdastjóra verður einnig að finna á lokaða svæðinu ásamt spjallborði og upplýsingum um aðra félagsmenn. Hægt er að setja athugasemdir við myndir í myndaalbúmum og gefa þeim dóma. Eins og á gömlu síðunni geta félagsmenn nálgast upplýsingar um sumarhús sem félagið hefur yfir að ráða.

Mjög skemmtileg nýjung á síðunni er svæði þar sem birtast lyfjatengdar fréttir af fréttamiðlum á netinu eins og Morgunblaðinu, Vísi og RÚV. Þar er hægt að sjá 5 nýjustu fréttir af slíkum toga sem hafa birst á hinum ýmsu miðlum og innihalda leitarorð sem tengjast lyfjamarkaðinum. Með þessari nýjung verður síðan í stöðugri breytingu þannig að alltaf má vænta nýjunga þegar litið er við á vefsetrinu.

Eins og áður birtast tilkynningar um atburði og störf sem LFÍ hefur verið beðið um að auglýsa á heimasíðu sinni. Yfirlit yfir nýjustu færslur á síðunni birtast einnig á hægri hlið síðunnar. Forsíða nýjasta tölublaðs TUL birtis á forsíðu heimasíðunnar ásamt glefsum úr myndasafni. Til þess að skoða þessi atriði verður þó að skrá sig inn á lokaða svæði síðunnar.

Þeir sem nýta sér svokallaðar Fréttaveitur (RSS feeds) geta gerst áskrifendur að breytingum á nýju síðunni. Þeir sem það gera fá sjálfvirkt sendar nýjungar af heimasíðunni, sem getur verið gott þar sem viðkomandi fær þá nýjustu fréttir og breytingar sendar strax og missir þar af leiðandi ekki af neinu. Tölvupóstforritið Microsoft Outlook 2007 býður upp á þennan möguleika. Til þess að gerast áskrifandi að breytingum er smellt á litla appelsínugula merkið neðst vinstra megin á forsíðunni.

Upplýsingar um hvernig tengjast má lokaða svæðinu voru kynntar á Degi lyfjafræðinnar og verða sendar félagsmönnum í tölvupósti. Ef einhverjar spurningar vakna með síðuna eru félagsmenn beðnir um að hafa samband við skrifstofu LFÍ t.d. á This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. .  Félagsmenn eru hvattir til að taka þátt í könnuninni hér til vinstri á síðunni þar sem spurt er „Hvernig finnst þér nýja heimasíðan?“.