Á laugardagskvöldið 28. júní var undirritaður nýr kjarasamningur milli Lyfjafræðingafélags Íslands og Samninganefndar ríkissins.

Gildistími samningsins er til 31. mars 2009. Umsamin hækkun er annars vegar flöt hækkun upp á kr 20300 fyrir alla eins og hjá öðrum ríkisstarfsmönnum. Hins vegar kemur til viðbótar 2,2% hækkun á launatöflu. Heildarhækkun er nokkuð mismunandi, allt eftir því hver grunnlaun voru áður, en gera má ráð fyrir að meðalhækkun sé á bilinu 7-8%. Ávinningur lyfjafræðinga af þessum samningi og því að hafa tekið þátt í samfloti með BHM og fleiri félögum er 2,2% hækkun launatöflu.

Boðað er til almenns félagsfundar nk  fimmtudag 3. júlí kl. 20.00 í sal

Lyfjafræðisafnsins á Seltjarnarnesi. Þar verður samningurinn kynntur og
borinn undir atkvæði félagsmanna sem starfa samkvæmt honum.