Fimmtudagurinn 4. október var mikill hátíðisdagur hjá Lyfjafræðingafélagi Íslands og var tilefnið árangur samstarfs okkar (LFÍ) við Royal Pharmaceutical Society (RPS) en félögin tvö undirrituðu samstarfssamning 30. september 2015. Við fengum til okkar erlenda gesti, frá RPS og FIP (alþjóða samtök lyfjafræðinga) sem tóku þátt í hátíðardagskrá sem haldin var í Háskóla Íslands og síðan félagsfundi sem haldinn var í sal Lyfjafræðisafnsins um kvöldið.

Í hátíðardagskránni var nýja náminu í klínískri lyfjafræði við Háskóla Íslands/Landspítala fagnað en það hófst haustið 2016 og byggir á samstarfi LFÍ og RPS. Samtals 6 lyfjafræðingar eru við nám í klínískri lyfjafræði og munu tveir fyrstu nemarnir ljúka náminu á næsta ári. Þar að auki hafa 11 lyfjafræðingar í LFÍ („first wave“ hópur) farið í gegnum mat hjá RPS, 5 lyfjafræðingar fengu afhenta viðurkenningu á þingi FIP í september s.l. og afhenti fulltrúi RPS, hinum lyfjafræðingunum úr hópnum viðurkenningu á hátíðardagskránni.                                                                                            

DSC01928 Yfirskrift félagsfundarins um kvöldið var: „Mikilvægi starfsþróunar og þjálfunar fyrir lyfjafræðinga hvar sem þeir starfa". Lyfjafræðisafnið var opnað fyrir gesti kvöldsins meðan þeir gæddu sér á veitingum.

 

Dr. Catherin Duggan framkvæmdastjóri FIP og prófessor Ian Bates frá UCL héldu saman mjög áhugavert erindi undir heitinu „Transforming outcomes“.

DSC01931DSC01943

Helen Chang og Kina Vyas héldu saman erindi um RPS, lyfjafræði á Bretlandi og næstu skref og óskuðu lyfjafræðingunum í „first wave“ hópnum til hamingju og sögðu frá því að RPS væri strax byrjað að undirbúa fyrir næsta hóp.

DSC01945

    .

  
Ólafur Ólafsson lyfjafræðingur sagði á sinn einstaka hátt frá reynslu sinni úr fyrsta hópi íslenskra lyfjafræðinga sem fór í gegnum mat hjá RPS og var erindi hans mikið fagnað af gestum kvöldsins
DSC01951Góður andi var í salnum okkar þetta kvöld og voru allir viðstaddir mjög ánægðir og ekki síst erlendu gestirnir okkar.


DSC01957