Alþjóðadagur lyfjafræðinga er í dag, 25. september. Þema dagsins er:
Aðgengi að lyfjafræðingum er aðgengi að heilsu
Af því tilefni birtir LFÍ auglýsingu í Fréttablaðinu í dag.
Tilgangur auglýsingarinnar er að vekja athygli almennings á deginum og mikilvægi þess að þekkja lyfin sín og taka þau rétt.
Aðgengi að lyfjafræðingum og lyfjum er ómetanlegt aðgengi að heilsu.
Í mörg ár hefur verið viðurkennt að aðgengi að lyfjum hefur mikil áhrif á heilsu fólks. Lyfjafræðingar koma að dreifingu lyfja á öllum stigum til að tryggja gæði og framboð lyfja.
Hins vegar tryggir aðgengi að lyfjum ekki sjálfkrafa bestu mögulegu útkomu að bættri heilsu.
Rannsókn sem var gerð 2012 áætlaði að unnt væri að spara árlega 500 milljarða Bandaríkjadala með ábyrgri notkun lyfja og að þekking lyfjafræðinga væru stórlega vannýtt auðlind til að bæta ábyrga notkun lyfja.
Því er mikilvægt að sameina aðgengi að þekkingu lyfjafræðinga og lyfjum.
Árið 2010 var talið að 13% af komum einstaklinga í apótek fælust eingöngu í ráðgjöf og engri sölu á neinum af þeim vörum sem þar eru á boðstólum. Lyfjafræðingar eru því sú heilbrigðisstétt sem víðast hvar í heiminum hefur besta aðgengið fyrir almenning og nýtur mikils trausts.
LFÍ hvetur lyfjafræðinga til að fagna því og nota daginn í dag og alla daga til að kynna mikilvægi okkar í heilbrigðisþjónustu. Verum sýnileg og gefum okkur tíma til að tala við almenning sem vill tala við lyfjafræðinga. Tökum virkan þátt í að bæta heilbrigði allra.

Aðalsteinn Jens Loftsson
Formaður LFÍ

wpd logo orangeBG cmyk

Kjarasamningur LFÍ og ríkisins  sem undirritaður var 8. apríl s.l. hefur verið samþykktur. Póstkosning um samninginn fór fram dagana 9. til 22. apríl.

Á kjörskrá voru 67. Alls bárust 34 atkvæði (57%), 29 samþykktu kjarasamninginn (85% af greiddum atkvæðum) en 5 samþykktu hann ekki (15% af greiddum atkvæðum).

 

Með tilvísun í viðtal við Vilhjálm Ara Arason lækni sem birt var á RÚV 21. júlí s.l. vill Lyfjafræðingafélag Íslands (LFÍ) koma eftirfarandi á framfæri:

„Mér finnst stundum skjóta skökku við að apótekarar, þeim er náttúrlega treyst fyrir lyfsölu í landinu, að þeir skuli vera að auglýsa lausasölulyf grimmt í blöðum - auglýsingabann nær ekki yfir lausasölulyf, heldur bara hefðbundin lyf sem læknir þarf að skrifa upp á - gagngert til að selja sem mest af þessum lyfjum,“ segir Vilhjálmur Ari.

Það skal tekið fram að lyfsalar eru ekki að auglýsa lyf nema í undantekningartilvikum og þá bara verð og eða afslætti. Lyfjaauglýsingar eru á vegum framleiðenda eða umboðsmanna þeirra.

Lyfsalar taka ekki afstöðu til þess hvort fólk sé að taka of mikið magnesíum. Hins vegar hefur enginn farið framar í broddi fylkingar en Hallgrímur Magnússon kollegi Vilhjálms í að mæla með inntöku magnesíum.

Með kveðju,

Aðalsteinn Jens Loftsson formaður LFÍ

Sími 6932221, netfang: This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.

Kjarasamningur fyrir hönd lyfjafræðinga sem starfa hjá hinu opinbera hefur verið undirritaður við samninganefnd ríkisins.

Kynning á hinum nýundirritaða samningi mun fara fram í sal Lyfjafræðisafnsins, fimmtudaginn 10. apríl kl 20

Samninginn ásamt bókunum og fylgiskjölum skal bera upp til samþykktar og verður niðurstaðan að liggja fyrir þann 23. apríl 2014.

 

Lyfjafræðisafnið verður opið á safnadaginn 13. júlí n.k. og verða lyfjafræðingar á staðnum og fræða gesti um sýningar safnsins.

Kl. 13.30 verður sýnd myndin „LYFIN OKKAR“, fræðsluþáttur um lyf, í fundarsal safnsins. Fjallar þátturinn m.a. um þróun lyfja, hlutverk þeirra og verkun, mismunandi lyfjaform, framleiðslu lyfja og kostnað.

Í Lyfjafræðisafninu eru til sýnis helstu tæki, sem notuð hafa verið til lyfjagerðar öldum saman, en gripir safnsins eru flestir frá fyrri hluta seinustu aldar. Einnig er í safninu sýnishorn af apóteksinnréttingum, sem eru frá fyrstu tugum síðustu aldar.

Urtagarður er staðsettur á milli Nesstofu og Lyfjafræðisafnsins og þar má skoða jurtir sem notaðar voru í alþýðulækningum og til lyfjagerðar á þeim árum sem apótek var rekið í Nesi.

Á safnadaginn verður leiðsögn um urtagarðinn frá kl. 14 – 15.

Aðgangur er ókeypis

Nýtt tölublað af Tímariti um lyfjafræði, 3.tbl 2013 er komið út og hefur útprentað eintak verið sent félagsmönnum.

Tímaritið er einnig aðgengilegt hér á heimasíðunni, þar sem boðið er upp á pdf niðurhal eða að lesa tímaritið á netinu.

Efni blaðsins er fjölbreytt að vanda, áhugaverðar og fróðlegar greinar ásamt viðtölum og skiptist efni blaðsins í stórum dráttum í þrjá hluta - Félagið, Fólkið og Fræðin.