Lyfjafræðisafnið verður opið á safnadaginn 13. júlí n.k. og verða lyfjafræðingar á staðnum og fræða gesti um sýningar safnsins.

Kl. 13.30 verður sýnd myndin „LYFIN OKKAR“, fræðsluþáttur um lyf, í fundarsal safnsins. Fjallar þátturinn m.a. um þróun lyfja, hlutverk þeirra og verkun, mismunandi lyfjaform, framleiðslu lyfja og kostnað.

Í Lyfjafræðisafninu eru til sýnis helstu tæki, sem notuð hafa verið til lyfjagerðar öldum saman, en gripir safnsins eru flestir frá fyrri hluta seinustu aldar. Einnig er í safninu sýnishorn af apóteksinnréttingum, sem eru frá fyrstu tugum síðustu aldar.

Urtagarður er staðsettur á milli Nesstofu og Lyfjafræðisafnsins og þar má skoða jurtir sem notaðar voru í alþýðulækningum og til lyfjagerðar á þeim árum sem apótek var rekið í Nesi.

Á safnadaginn verður leiðsögn um urtagarðinn frá kl. 14 – 15.

Aðgangur er ókeypis

Nýtt tölublað af Tímariti um lyfjafræði, 3.tbl 2013 er komið út og hefur útprentað eintak verið sent félagsmönnum.

Tímaritið er einnig aðgengilegt hér á heimasíðunni, þar sem boðið er upp á pdf niðurhal eða að lesa tímaritið á netinu.

Efni blaðsins er fjölbreytt að vanda, áhugaverðar og fróðlegar greinar ásamt viðtölum og skiptist efni blaðsins í stórum dráttum í þrjá hluta - Félagið, Fólkið og Fræðin.

Kjarasamningur LFÍ og ríkisins  sem undirritaður var 8. apríl s.l. hefur verið samþykktur. Póstkosning um samninginn fór fram dagana 9. til 22. apríl.

Á kjörskrá voru 67. Alls bárust 34 atkvæði (57%), 29 samþykktu kjarasamninginn (85% af greiddum atkvæðum) en 5 samþykktu hann ekki (15% af greiddum atkvæðum).

 

Vegna fréttar á bls. 6 í Fréttablaðinu 31. maí, þar sem sérfræðingur í hjartalækningum varar við notkun Íbúfens, vill stjórn Lyfjafræðingafélags Íslands (LFÍ) taka fram eftirfarandi:

Það eru ekki nýjar fréttir að lyfið geti aukið líkur á hjartaáfalli og heilablóðfalli. Íbúfen er því með eftirfarandi varúðartexta í fylgiseðli:

“Áhrif á hjarta og heila

Lyf eins og Íbúfen geta tengst lítillega aukinni hættu á hjartaáfalli (stíflufleyg í hjartavöðva) eða heilablóðfalli. Líkur á aukaverkunum eru alltaf meiri við stóra skammta og meðferð í lengri tíma.

Farið alltaf eftir ráðleggingum um skammtastærð og lengd meðferðar. Notið lyfið ekki samfellt lengur en 7 daga án samráðs við lækni.

Ef þú ert með hjartakvilla, hefur áður fengið slag eða telur að þú gætir verið í áhættuhópi (t.d. ef þú ert með háan blóðþrýsting, sykursýki, hátt kólesteról eða reykir) ættir þú að ræða meðferðina við lækni eða lyfjafræðing.”

Kjarasamningur fyrir hönd lyfjafræðinga sem starfa hjá hinu opinbera hefur verið undirritaður við samninganefnd ríkisins.

Kynning á hinum nýundirritaða samningi mun fara fram í sal Lyfjafræðisafnsins, fimmtudaginn 10. apríl kl 20

Samninginn ásamt bókunum og fylgiskjölum skal bera upp til samþykktar og verður niðurstaðan að liggja fyrir þann 23. apríl 2014.

 

Lyfjaframboð á Íslandi - fáum við lyfin sem við þörfnumst?

Hótel Nordica 16. apríl kl 8:30 - 11:30. Skráning og morgunverður frá kl 8:00

Þátttaka er ókeypis og öllum opin. Vinsamlegast tilkynnið þátttöku á This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.