Kjarasamningur LFÍ og ríkisins  sem undirritaður var 8. apríl s.l. hefur verið samþykktur. Póstkosning um samninginn fór fram dagana 9. til 22. apríl.

Á kjörskrá voru 67. Alls bárust 34 atkvæði (57%), 29 samþykktu kjarasamninginn (85% af greiddum atkvæðum) en 5 samþykktu hann ekki (15% af greiddum atkvæðum).

 

Vegna fréttar á bls. 6 í Fréttablaðinu 31. maí, þar sem sérfræðingur í hjartalækningum varar við notkun Íbúfens, vill stjórn Lyfjafræðingafélags Íslands (LFÍ) taka fram eftirfarandi:

Það eru ekki nýjar fréttir að lyfið geti aukið líkur á hjartaáfalli og heilablóðfalli. Íbúfen er því með eftirfarandi varúðartexta í fylgiseðli:

“Áhrif á hjarta og heila

Lyf eins og Íbúfen geta tengst lítillega aukinni hættu á hjartaáfalli (stíflufleyg í hjartavöðva) eða heilablóðfalli. Líkur á aukaverkunum eru alltaf meiri við stóra skammta og meðferð í lengri tíma.

Farið alltaf eftir ráðleggingum um skammtastærð og lengd meðferðar. Notið lyfið ekki samfellt lengur en 7 daga án samráðs við lækni.

Ef þú ert með hjartakvilla, hefur áður fengið slag eða telur að þú gætir verið í áhættuhópi (t.d. ef þú ert með háan blóðþrýsting, sykursýki, hátt kólesteról eða reykir) ættir þú að ræða meðferðina við lækni eða lyfjafræðing.”

Kjarasamningur fyrir hönd lyfjafræðinga sem starfa hjá hinu opinbera hefur verið undirritaður við samninganefnd ríkisins.

Kynning á hinum nýundirritaða samningi mun fara fram í sal Lyfjafræðisafnsins, fimmtudaginn 10. apríl kl 20

Samninginn ásamt bókunum og fylgiskjölum skal bera upp til samþykktar og verður niðurstaðan að liggja fyrir þann 23. apríl 2014.

 

Lyfjaframboð á Íslandi - fáum við lyfin sem við þörfnumst?

Hótel Nordica 16. apríl kl 8:30 - 11:30. Skráning og morgunverður frá kl 8:00

Þátttaka er ókeypis og öllum opin. Vinsamlegast tilkynnið þátttöku á This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.

Nýtt tölublað af Tímariti um lyfjafræði, 3.tbl 2013 er komið út og hefur útprentað eintak verið sent félagsmönnum.

Tímaritið er einnig aðgengilegt hér á heimasíðunni, þar sem boðið er upp á pdf niðurhal eða að lesa tímaritið á netinu.

Efni blaðsins er fjölbreytt að vanda, áhugaverðar og fróðlegar greinar ásamt viðtölum og skiptist efni blaðsins í stórum dráttum í þrjá hluta - Félagið, Fólkið og Fræðin.

Ályktun Stjórnar Lyfjafræðingafélags Íslands vegna þingsályktunartillögu um að kannað verði hvort niðurgreiða eigi heildrænar meðferðir græðara.


Stjórn Lyfjafræðingafélags Íslands telur ekki tímabært að kannað sé hvort niðurgreiða eigi heildrænar meðferðir eins og lagt er upp með í Þingskjali 566, máli 452 og leggst gegn samþykkt þessarar tillögu. Lyfjafræðingafélag Íslands telur hins vegar tímabært að meta áhrif niðurskurðar undanfarinna ára á gæði og aðgengi landsmanna að heilbrigðisþjónustu.