1. Fylgdu ávallt leiðbeiningum um töku lyfja.
2. Lestu fylgiseðilinn og kynntu þér verkanir og aukaverkanir lyfsins sem þú ert að taka.
3. Leitaðu upplýsinga hjá heilbrigðisstarfsfólki eða á vefsíðum opinberra stofnana.
4. Ekki treysta því að upplýsingar um lyf sem þú lest í dagblöðum, tímaritum eða á netinu séu réttar.
5. Notaðu ekki lyf sem er ætlað öðrum og ekki gefa öðrum lyf sem var ávísað á þig.
6. Ekki gefa barni lyf sem er ætlað fullorðnum.
7. Geymdu lyf á öruggum stað og þar sem börn ná ekki til.
8. Ekki geyma lyfjaafganga heldur skilaðu þeim í lyfjabúð.
9. Tilkynntu grun um misferli með ávanabindandi lyf til Embættis landlæknis.
10. Tilkynntu aukaverkanir á vef Lyfjastofnunar.

Birt með leyfi höfundar

 

Lýst er eftir fólki sem gæti haft áhuga á að taka þátt í starfi hollvinahóps Urtagarðsins í Nesi og hjálpa til við umhirðu garðsins og stuðla að þróun hans. Hollvinahópurinn er félagslegur bakhjarl aðstandenda urtagarðsins. Vonast er eftir áhugasömu fólki úr Garðyrkjufélagi Íslands, Læknafélagi Íslands, Lyfjafræðingafélagi Íslands, íbúum Seltjarnarness og kennurum við skólana á Seltjarnarnesi og öðrum áhugasömum einstaklingum. Fyrirtæki geta gerst styrktaraðilar og áhugasamir starfsmenn þá verið meðlimir hollvinahópsins.

Afmælishátíð Verkfræðingafélags Íslands (VFÍ) var haldin fyrir skömmu en félagið er 100 ára um þessar mundir. Í tilefni aldarafmælisins var veitt aldarviðurkenning VFÍ. Aldarviðurkenning VFÍ er veitt einstaklingum fyrir framlag sem byggt er á sérhæfðri þekkingu á sviði tækni og raunvísinda til nýsköpunar og framfara í íslensku atvinnulífi. Henni ætlað að vekja athygli á afrekum sem hafa haft umtalsverð áhrif á efnahagslíf og lífsgæði á Íslandi eða eru líkleg til að gera það í framtíðinni.

 

Í framhaldi af yfirlýsingu frá Lyfjafræðingafélagi Íslands (LFÍ) vegna fjölmiðlaumræðu um mistök við lyfjaafgreiðslu og mönnum apóteka.

 

Lyfjafræðingafélag Íslands (LFÍ) óskar eftir að koma eftirfarandi á framfæri vegna ályktunar sem félagið sendi á fjölmiðla þann 25. ágúst síðastliðinn.

 

Í ályktuninni er eftirfarandi ranglega sagt um hver veiti undanþágu frá ákvæði um fjölda lyfjafræðinga að störfum í apóteki á hverjum tíma:

Velferðarráðherra getur veitt apóteki undanþágu frá þessu ákvæði, að fenginni umsögn Lyfjastofnunar, sé umfang starfssemi lítið en þó skal gæta þess að fyllsta öryggis við afgreiðslu lyfseðla sé gætt. Lyfjastofnun hefur eftirlit með starfsemi lyfjabúða.

 

Hið rétta er að það er Lyfjastofnun sem veitir undanþáguna. LFÍ harmar þessi mistök og biður hlutaðeigandi stofnanir hér með afsökunar.

 

Tengiliðu:

Aðalheiður Pálmadóttir

Formaður Lyfjafræðingafélags Íslands

Gsm 824 9202

 

Aðalfundur LFÍ verður haldinn í Lyfjafræðisafninu við Neströð, miðvikudaginn 28. mars 2012, kl. 19.30.

 

Samkvæmt lögum félagsins ber að geta þess þegar kosið er til safnstjórnar.

Að þessu sinni þarf að kjósa tvo í stjórn Lyfjafræðisafnsins til 4 ára.

Lyfjafræðingafélag Íslands (LFÍ) tekur undir áhyggjur forstjóra Lyfjastofnunar varðandi mönnun í apótekum landsins.

Í reglugerð byggðri á lyfjalögum  segir: „Í lyfjabúð skulu á almennum afgreiðslutíma vera að störfum minnst tveir lyfjafræðingar við afgreiðslu lyfseðla og fræðslu og ráðgjöf um rétta notkun og meðhöndlun lyfja."

 

Velferðarráðherra getur veitt apóteki undanþágu frá þessu ákvæði, að fenginni umsögn Lyfjastofnunar, sé umfang starfssemi lítið en þó skal gæta þess að fyllsta öryggis við afgreiðslu lyfseðla sé gætt. Lyfjastofnun hefur eftirlit með starfsemi lyfjabúða.

 

Í ársskýrslu Lyfjastofnunar má sjá að á árinu 2010 fjölgaði apótekum á Íslandi um þrjú á sama tíma og lyfjafræðingum í hverju apóteki fækkar.

Í ljósi þess að fjöldi alvarlegra mistaka í afgreiðslu lyfja tvöfaldaðist milli áranna 2009 og 2010, telur LFÍ fulla ástæðu til þess að skoða og meta þær undanþágur sem veittar hafa verið frá kröfum um fjölda lyfjafræðinga í hverju apóteki á hverjum tíma.

 

Það er álit stjórnar LFÍ að fylgja beri lyfjalögum. Nauðsynlegt sé að tryggja faglega mönnun í apótekum landsins svo hægt sé að nýta sérþekkingu lyfjafræðinga sem best og með því auka enn frekar fræðslu og ráðgjöf um rétta notkun og meðhöndlun lyfja. Réttari notkun og meðhöndlun lyfja gæti orðið mörgum til hagsbóta, þar á meðal skjólstæðingum apóteka og þeim er niðurgreiðir lyfin þ.e. ríkissjóði.

 

Tengiliður

 

Aðalheiður Pálmadóttir

Formaður Lyfjafræðingafélags Íslands

Gsm 824-9202