Förgum lyfjum á réttan hátt.

Í dag hefst átak sem Rannsóknastofnun um lyfjamál stendur fyrir sem miðar að því að vekja fólk til vitundar um hvernig best sé að farga gömlum og ónothæfum lyfjum. Gömlum lyfjum skal skila aftur í apótekið en ekki henda í ruslið eða sturta þeim í salernið.

Reynslan sýnir að stór hluti eitrunartilfella eiga sér stað inni á heimilum landsmanna. Neysla fyrndra lyfja getur verið áhrifalítil og jafnvel hættuleg. Geymsla gamalla ónothæfra lyfja á heimilum eykur hættuna á misnotkun lyfja. Mikilvægt er að geyma lyf á réttan hátt og á þeim stöðum þar sem börn ná ekki til.

Vitundarvakningin er unnin í samstarfi við apótekin og Landspítala háskólasjúkrahús og er jafnframt liður í rannsóknarverkefni um umfang og ástæður þess að lyfjum er hent.

Á þingi alþjóðasamtaka lyfjafræðinga (FIP), sem haldið var í Beijing í byrjun september var fjallað nokkuð um málefni sem er vaxandi áhyggjuefni Alþjóða-heilbrigðismálastofnunarinnar (WHO), lyfjaiðnaðarins, heilbrigðisstétta og stjórnvalda víða um heim. Málefni þetta er lyfjafalsanir, eða framleiðsla á „counterfeit medicines”, sem að sögn Jeffrey Gren frá Bandaríska viðskiptaráðuneytinu er nýjasta áhugamál þeirra sem fengist hafa við eiturlyfjaframleiðslu. Michael Anisfeld, frá bandaríska ráðgjafarfyrirtækinu Globepharm Consulting, tilgreindi nánar: rússnesku mafíunnar, kólumbískra „viðskiptajöfra” og hryðjuverkasamtaka eins og Hizbollah og Al-Quaeda.

Félagsfundur var haldinn í kvöld þar sem kynntur var nýundirritaður kjarasamningur milli LFÍ og Samninganefndar ríkisins, f.h. fjármálaráðherra. Vel var mætt á fundinn og við atkvæðagreiðslu í lok fundar var samningurinn samþykktur með öllum greiddum atkvæðum.

Á laugardagskvöldið 28. júní var undirritaður nýr kjarasamningur milli Lyfjafræðingafélags Íslands og Samninganefndar ríkissins.

Gildistími samningsins er til 31. mars 2009. Umsamin hækkun er annars vegar flöt hækkun upp á kr 20300 fyrir alla eins og hjá öðrum ríkisstarfsmönnum. Hins vegar kemur til viðbótar 2,2% hækkun á launatöflu. Heildarhækkun er nokkuð mismunandi, allt eftir því hver grunnlaun voru áður, en gera má ráð fyrir að meðalhækkun sé á bilinu 7-8%. Ávinningur lyfjafræðinga af þessum samningi og því að hafa tekið þátt í samfloti með BHM og fleiri félögum er 2,2% hækkun launatöflu.