Stofnanasamningur Lyfjastofnunar og Lyfjafræðingafélags Íslands

 

Sækja samning á PDF sniði

 

 

 

Stofnanasamningur

Lyfjastofnunar og Lyfjafræðingafélags Íslands

skv. ákvæðum 11. kafla kjarasamnings félagsins og fjármálaráðherra, f.h. ríkissjóðs, dags. 7 maí 2004.

1. Gildissvið

Saog gögnin eru færð sjálfvirkt amningur þessi nær til allra félagsmanna í Lyfjafræðingafélagi Íslands sem eru í starfi hjá Lyfjastofnun. Samningurinn er hluti kjarasamnings félagsins og fjármálaráðherra f.h. ríkissjóðs dags. 7. maí 2004 og er byggður á 11. kafla kjarasamningsins.

2. Markmið

Samningsaðilar eru sammála um að stefna beri að því að launakerfið uppfylli gagnkvæmar þarfir og væntingar stofnunarinnar og starfsmanna og hafa í því skyni sett sér eftirfarandi markmið. Að launakerfið:

  • sé sveigjanlegt og gagnsætt og ákvarðanir um launaröðun séu teknar með málefnalegum hætti.
  • nýtist sem stjórntæki til að ná fram markmiðum Lyfjastofnunar.
  • feli í sér möguleika fyrir starfsmenn til framgangs í starfi.
  • stuðli að jöfnun kjara karla og kvenna.

3. Flokkun starfa og grunnröðun.

Störfum skal raðað í launaramma í samræmi við eðli starfs og starfslýsingu og þess gætt að samræmi sé milli þeirra þátta sem móta starfið. Raða skal í launaflokk í samræmi við ábyrgð, álag og umfang verkefna samkvæmt hlutlægum mælikvörðum ef unnt er. Ákvörðun, sem tekin er um hvaða þættir hafi áhrif á laun og með hvaða hætti, skal hafa ígildi vísireglu gagnvart öðrum starfsmönnum svo að tryggt verði að þeir njóti jafnræðis. Launakerfi stofnunarinnar byggir á eftirfarandi launarömmum.

3.1. Launarammi A

Starfsmenn sem starfa á ábyrgð og undir umsjón og stjórn annarra. Verkefni þeirra felast aðallega í tilteknum skýrt afmörkuðum verkefnum m.a. öflun gagna, og almennri miðlun upplýsinga. Grunnröðun A12. Eftir 3ja mánaða starf flyst starfsmaður í B ramma

3.2 Launarammi B

Starfsmenn sem hafa umsjón með málaflokkum, eða starfa sjálfstætt. Verkefni þeirra felast m.a. í úrvinnslu gagna vegna eftirlits og skráningar, ritun greinargerða og skýrslna, útgáfumálum og sérhæfðri miðlun upplýsinga. Þeir bera ábyrgð á verksviði sínu gagnvart næsta yfirmanni og annast samskipti vegna málaflokksins við eftirlitsþega, ráðuneyti og stofnanir skv. nánari ákvörðun yfirmanns. Grunnröðun B12

3.3 Launarammi C

Starfsmenn sem hafa umsjón með og bera ábyrgð á starfi annarra starfsmanna og/eða hafa umsjón með mjög viðamiklum málaflokkum. Annast skipulagningu og samhæfingu við meginmarkmið Lyfjastofnunar og bera ábyrgð á verksviði gagnvart yfirstjórn Lyfjastofnunar. Í starfinu getur falist ábyrgð á samskiptum við eftirlitsþega, ráðuneyti og stofnanir innanlands sem utan. Grunnröðun C10

3.4. Röðun starfa.

Röðun starfs í launaflokk er lágmarksviðmiðun. Starf getur raðast hærra með hliðsjón af þeim þáttum sem tilteknir eru í 4. kafla. Í þeim tilvikum þar sem starf fellur ekki að almennum skilgreiningum er heimilt að raða því sérstaklega. Heimilt er að flytja störf milli launaramma vegna breytinga á starfi, þar er m.a. átt við verksviði og/eða ábyrgð.

4. Mat á einstökum þáttum, sem hafa áhrif til hækkunar umfram grunnröðun

4.1 Menntun

Hafi starfsmaður verulega umframmenntun sem nýtist í því starfi er hann gegnir, en ekki er krafist á grundvelli grunnröðunar starfsins er heimilt að meta það sérstaklega til launahækkunar.
Viðbótarnám
MS – Starfsmaður með annað masterspróf til viðbótar við cand.pharm./MSc hækki sem nemur 2 launaflokkum umfram grunnröðun ef viðkomandi viðbótarnám nýtist í starfi. Launaflokkur vegna annarrar viðbótarmenntunar kemur ekki til viðbótar við launaflokka vegna MS.
PhD - Starfsmaður með doktorspóf í sínu fagi hækki sem nemur 4 launaflokkum umfram grunnröðun ef viðkomandi viðbótarnám nýtist í starfi. Masterspróf og viðbótarmenntun telst innifalið í doktorsprófi. Launaflokkar vegna mastersprófs o.fl. koma því ekki til viðbótar við launaflokka vegna doktorsprófs.

4.2 Mat á einstökum störfum.

Við röðun einstakra starfa innan hvers ramma skal taka tilliti til þess að ýmsir þættir, sem eru umfram almennar kröfur sem grunnröðun starfsins miðast við, geta orðið til að raða starfi ofar svo sem ef;

-hæfniskröfur sem gerðar eru til starfsins eru meiri en almennt gerist
-starfið felur í sér sérstaka ábyrgð
-starfið er umfangsmikið
-starfið felur í sér flókin verkefni
-starfinu fylgir ráðgjöf innan stofnunar eða utan
-starfinu fylgir sérstaklega mikið álag, viðvarandi eða árstíðabundið
-starfinu fylgir alþjóðasamstarf
-starfsmaður er staðgengill yfirmanns

Ennfremur skal taka mið af öðrum þáttum sem skipta máli í viðkomandi starfi.

4.3 Mat á hæfni og frammistöðu einstakra starfsmanna

Við mat á hæfni og frammistöðu einstakra starfsmanna til árangursbundinna launa skal m.a. tekið tillit til eftirfarandi atriða, sem eru umfram almennar kröfur, sem grunnröðun starfsins miðast við:

-starfsmaður sýnir góðan viðvarandi árangur í starfi
-starfsmaður sýnir áhuga og frumkvæði í starfi
-starfsmaður sýnir hæfni til samskipta og samvinnu
-starfsmaður sýnir hæfni til að fræða og leiðbeina öðrum
-starfsmaður aflar sér símenntunar

4.4 Starfsreynsla sem nýtist í starfi

Hafi starfsmaður sértæka reynslu sem nýtist við störf hans hjá Lyfjastofnun er heimilt að raða honum hærra en grunnröðun segir til um. Sýni starfsmaður viðunandi árangur í starfi skal hann hækka um einn launaflokk eftir eitt ár í starfi hjá Lyfjastofnun og einn launaflokk eftir
tvö ár í starfi, enda hafi starfsreynsla úr fyrri störfum ekki þegar verið metin til starfsreynslu sbr. 1. málslið.

5. Röðun í ramma og launaflokka í maí 2004.

Við röðun einstakra starfa og starfsmanna í ramma og launaflokka í maí 2004 er miðað við að tekið sé tillit til allra þeirra atriða sem talin eru 4.1-4.4, þannig að ekki séu tilefni til frekari hækkunar á grundvelli samkomulagsins miðað við óbreytt ástand. Slíkt geti aðeins komið til ef einhverjar breytingar verða, annaðhvort á starfinu, sbr. 4.2. eða árangur og hæfni starfsmanns, sbr. 4.3, svo sem vegna símenntunar, bætts árangurs eða á grundvelli starfsreynslu.

6. Ákvæði um endurskoðun

Aðilar eru sammála um að endurskoða, ef þörf krefur, ákvæði þessa samkomulags um röðunarreglur eigi síðar en 12 mánuðum frá undirskrift ef aðilar þess óska, og síðan á 12 mánaða fresti á samningstímanum ef annar hvor aðili óskar þess. Verði breyting á starfsemi stofnunarinnar og meginverkefnum hennar skal gerð nauðsynleg endurskoðun á röðunarreglum samningsins.

 


Seltjarnarnesi 8. júní 2004
F.h. F.h.
Lyfjastofnunar Lyfjafræðingafélags Íslands

Rannveig Gunnarsdóttir.
Ingunn Björnsdóttir.
Guðmundur H. Pétursson.
Ólafur Adolfsson.
Sandra Sveinbjörnsdóttir.
Kristjana Skúladóttir.

Tilkynningar