Viðauki við stofnanasamning milli Lyfjastofnunar og Lyfjafræðingafélags Íslands dags. 27. nóvember 2007.

Með viðauka þessum hefur verið að fullu tekið tillit til 3. greinar í samkomulagi um breytingar á kjarasamningi fjármálaráðherra f.h. ríkissjóðs og Lyfjafræðingafélagsins, sem undirritaður var 29. mars 2005.

Í 3. grein umrædds samkomulags kemur fram að 1. maí 2007 skuli 2% vera nýtt til styrkingar og þróunar launakerfis. Til að mæta þessu ákvæði er samningsaðilar sammála um að framkvæmd þess ákvæðis sé með eftirfarandi hætti.

Öll starfsheiti, sbr. grein 3.3 í stofnanasamningi Lyfjastofnunar og Lyfjafræðingafélags Íslands frá 27. nóvember 2007 um röðun starfs hækka um einn launaflokk. Grein 3.3 hljóðar þannig frá 1. maí 2007:

3.3 Grunnröðun

Röðun starfs í launaflokk er lágmarksviðmiðun. Starf getur raðast hærra með hliðsjón af þeim þáttum sem tilteknir eru í 4. kafla. Í þeim tilvikum þar sem starf fellur ekki að almennum skilgreiningum er heimilt að raða því sérstaklega. Heimilt er að flytja störf milli launaramma vegna breytinga á starfi, þar er m.a. átt við verksviði og/eða ábyrgð.

Starfsheiti grunnröðun

Sérfræðingur/lyfjafræðingur án starfsreynslu Lfl. 15

Sérfræðingur/lyfjafræðingur II                         Lfl. 17

Sérfræðingur/lyfjafræðingur III                        Lfl. 19

Deildarstjóri                                                    Lfl. 23

Sviðstjóri                                                         Lfl. 25

 

Gildistími

Bókun þessi gildir frá 1. maí 2007 og er breyting á stofnanasamningi Lyfjastofnunar og Lyfjafræðingafélagsins, dags. 27. nóvember 2007.

Þegar hefur verið tekið tillit til þeirrar breytingar á grunnröðun starfs í launaflokk sem um getur í viðauka þessum, gagnvart félagsmönnum Lyfjafræðingafélagsins.

Reykjavík 28. janúar 2008

F.h.                                                                                                                                                   F.h.

Lyfjastofnunar                                                                                                                                  Lyfjafræðingafélags Íslands

Rannveig Gunnarsdóttir, forstjóri (sign)                                                                                           Nína Björk Ásbjörnsdóttir, lyfjafr. (sign)

Guðmundur Pétursson, lögfræðingur   (sign)                                                                                   Hildur Thorarensen, lyfjafr. (sign)