Húsið stendur við Sandhóla 2 í Heiðarbyggð í landi Ásatúns í Hrunamannahreppi. Bústaðurinn er 90m2 að grunnfleti og er með 20m2 svefnlofti. Svefnpláss fyrir 10-12 manns auk barnarúms. Niðri eru 3 svefnherbergi með svefnplássi fyrir 7 manns, tvö þeirra eru með tvíbreiðu rúmi (153x200) og eitt með kojum þar sem neðri kojan er 120cm og sú efri 90cm. Á svefnlofti eru 5 dýnur. Sængur og koddar eru fyrir 8 manns en sængurver þurfa gestir að hafa með sér ásamt viskustykkjum, handklæðum og tuskum.

Í eldhúsi er allt til alls, borðbúnaður fyrir 12 manns ásamt eldavél með ofni, uppþvottavél, örbylgjuofni, brauðrist, kaffivél, hrærivél og stórum ísskáp með frysti. Í borðkrók er pláss fyrir 8-12 manns og barnastóll.

Sjónvarp, DVD-tæki og útvarp eru í bústaðnum. Það er afruglari á staðnum, gamla týpan af 365 afruglara fyrir loftnet. Það er samt engin áskrift sem fylgir en fólk getur flutt sína áskrift yfir á þennan afruglara með einu símtali ef það vill. Ef ekki þá virkar afruglarinn bara sem stafrænn móttakari fyrir sjónvarpsútsendingar í opinni dagskrá.

Kringum bústaðinn er stór verönd með 8 manna heitum potti, gasgrilli og garðhúsgögnum. Við bústaðinn er stórt niðurgrafið trampólín. Stutt í leiksvæði fyrir börnin með rólum, sandkassa o.fl. Golfvöllur Ásatúns er í göngufæri frá bústaðnum.

Gæludýr eru ekki leyfð.

Reykingar eru ekki leyfðar í húsinu.