Aðalgata 12 er fullbúið hús á Suðureyri sem ekki er búið í lengur. Þetta er stórt (190 fm) og fallegt einbýlishús á tveimur hæðum með garði, og stendur á besta stað í miðjum bænum. 

Á neðri hæðinni stórt anddyri með baðherbergi og stórum fataskáp. Til hægri er stór tvöföld stofa ásamt litlu herbergi (sem verður lokað). Til vinstri við anddyrið er stórt tvöfalt eldhús með búri. 

Á efri hæðinni eru 5 svefnherbergi, þar af er eitt inn af hjónaherberginu, auk stórs baðherbergis með sturtu og baðkari. Í húsinu er leikandi svefnpláss fyrir 10 manns, og líklega fleiri.

  • Stórt svefnherbergi með tvíbreiðu rúmi og 2 fataskápum
  • Stórt herbergi inn af svefnherbergi með dýnum (3-4) sem hægt er að sofa á. Einnig er til 90 cm samanbrjótanlegt gormarúm.
  • Lítið svefnherbergi með 90 cm rúmi
  • Meðalstórt svefnherbergi með 120 cm rúmi, skrifborði og skáp
  • Meðalstórt svefnherbergi með 120 cm rúmi og litlum fataskáp/hillum.

Ekkert mál er að færa rúmin milli herbergja ef fólk vill eða þarf. Sængur og koddar eru til í öll rúmin og einnig er til barnaferðarúm.

Í stofunni er allur eðlilegur búnaður ásamt sjónvarpi og CD spilara. Einning er gervihnattardiskur með fullt af opnum rásum á staðnum.

Í eldhúsinu er borð og stólar, ísskápur, örbylgjuofn, kaffivél, hitakanna, handþeytari og margt fleira, ásamt borðbúnaði fyrir amk 12 manns. Einnig barna matarstóll.

Í búrinu er þvottavél og þurrkari ásamt kæliskáp. Einnig eru snúrur bæði inni í búri og í garðinum. Gasgrill er á staðnum.

Suðureyri er mjög fallegur bær á Vestfjörðum. Þar búa um 300 manns, en undanfarin sumur hefur straumur ferðamanna verið að aukast. Rétt við húsið er kaffihús, veitingastaður, sjoppa, handverkshús og mjög góð og barnvæn sundlaug.  Annars er líka hægt að sækja alla verslun og þjónustu inn á Ísafjörð, sem tekur um 10 mínútur (Bónus, Samkaup, bíó, veitingastaðir ofl.).

Gæludýr eru ekki leyfð.

Reykingar eru ekki leyfðar í húsinu.

<p>

</p>