1. grein.

Tímaritið heitir Tímarit um lyfjafræði og er gefið út á vegum Lyfjafræðingafélags Íslands. Lyfjafræðingafélag Íslands ber fjárhagslega ábyrgð á útgáfunni.

2. grein.

Hlutverk Tímarits um lyfjafræði er að birta faglegt efni um lyfjafræði og skyldar greinar, koma á framfæri fréttum og upplýsingum sem tengjast faginu og vera vettvangur fyrir faglega umræðu um lyfjafræðileg málefni og um málefni lyfjafræðinga. Tímarit um lyfjafræði skal jafnframt vera vettvangur frétta og upplýsinga frá stjórn Lyfjafræðingafélags Íslands.

3. grein.

Útgáfustjóri er kosinn á aðalfundi Lyfjafræðingafélags Íslands. Útgáfustjóri er ábyrgðarmaður Tímarits um lyfjafræði.
Útgáfustjóri velur í útgáfustjórn.
Útgáfustjórn er heimilt að ráða starfsmann til að sjá um útgáfuna.

4. grein.

Tímarit um lyfjafræði hefur sjálfstæðan fjárhag og er útgáfustjóri ábyrgur fyrir útgáfunni gagnvart Lyfjafræðingafélagi Íslands.
Tekjur tímaritsins skulu vera:

  1. Tekjur af auglýsingum
  2. Styrktarlínum frá velunnurum
  3. Framlag úr félagssjóði ákveðið af aðalfundi
  4. Áskriftar og sölutekjur
  5. Styrkir og eigið aflafé

5. grein.

Til að styrkja grundvöll útgáfunnar skal útgáfustjóri leitast við að hafa samstarf við norræna og aðra erlenda útgefendur samsvarandi tímarita.

6. grein.

Endurskoðaðir reikningar og fjárhagsáætlun skulu lögð fram á aðalfundi Lyfjafræðingafélags Íslands ár hvert.

7. grein.

Um breytingar á reglugerð þessari fer á sama hátt og um lagabreytingar Lyfjafræðingafélags Íslands.

8. grein.

Reglugerð þessi var samþykkt á aðalfundi Lyfjafræðingafélags Íslands 13. mars 2008. Jafnframt fellur þá úr gildi eldri reglugerð um Tímarit um lyfjafræði, sem samþykkt var á aðalfundi Lyfjafræðingafélags Íslands 28. mars 2006.